*

Hitt og þetta 5. september 2013

Hótel sem býður upp á sérsaumaða brúðarkjóla

Ef tilefnið er brúðkaup og fólk vill stinga af og halda brúðkaupið á erlendri grundu þá er St. Regis Bahia Beach Resort í Puerto Rico ágætis kostur.

Þegar hringt er í herbergisþjónustuna á St. Regis Bahia Beach Resort hótelinu í Púertó Rico þá er hægt að panta meira en rommpúns, það er hægt að panta sérsaumaðan brúðarkjól.

Hótelið býður brúðhjónum nefnilega upp á alveg sérstaka þjónustu, það er að segja ef þau halda brúðkaupið á hótelinu. Hótelið hefur hafið samstarf við Lela Rose brúðarkjólahönnuðinn frá New York og brúðir geta því valið á milli þriggja brúðarkjóla sem eru allir sérsaumaðir á brúðina.

The New York Times fjallar um málið á vefsíðu sinni í gær. 

Stikkorð: gleði  • Stuð  • Gaman  • Brúðkaup