*

Ferðalög & útivist 18. nóvember 2013

Hótel sem koma þér í form

Hótelin í þessari grein eru ekki heppileg fyrir sófakartöflur og annað fólk sem vill hvíla sig í fríinu og borða pizzur.

Hótel sem halda gestum í formi með því að bjóða upp á sprikl og heilsusamlegan mat er nýjasta æðið fyrir jólin í Bandaríkjunum. Þetta eru ekki beint heilsuhæli heldur oft á tíðum bara venjuleg hótel sem hafa bætt þjónustu sína fyrir fólk sem vill keyra sig í form fyrir jólin.

Trump Hotels hafa nýlega boðið upp á Trump Wellness en þá geta gestir pantað líkamsræktartæki upp á herbergið. Á skíðahótelinu Hyatt Escala Lodge í Park City, í Utah, er búið að útbúa morgunverðarmatseðil sem samanstendur af eggjahvítuomulettum og grænmeti. Þá er einnig hægt að fá hitaeiningalágar smákökur í skíðaskálanum og taka þátt í snjókarlakeppni þar sem keppendur ganga með hitaeiningateljara-app á sér.

Hér á The New York Times má lesa nánar um þessi skemmtilegu hótel.

Stikkorð: Heilsa  • Hótel  • Stuð  • lúxushótel  • Heilsurækt