*

Hitt og þetta 19. apríl 2006

Hótelkeðja bloggar

Starwood Hotels & Resorts WorldWide er fyrsta stóra hótelkeðjan sem byrjar að blogga en blogg hótelsins má finna á TheLobby.com. Þetta skref hótelsins á jafn mikið skylt við auglýsingastarfsemi sem og það sem venjulega er talið blogg.

Heimasíðan TheLobby.com er skrifuð af fagaðilum og hún er reglulega uppfærð. Síðan er opin öllum en skrifin eru sérstaklega ætluð vildarvinum hótelkeðjunnar. Margar bloggfærslunar auglýsa viðburði hótela í eigu keðjunnar. Þar eru einnig kynntar leiðir fyrir ferðamenn til þess að ávinna sér vildarpunkta.

Að auki er þar að finna færslur sem eru skrifaðar til þess að fræða ferðamenn. Nýlegar færslur eru til dæmis tengill á blogg eins og Gizmodo.com og greinar í þekktum vefritum. Þar er til dæmis tengill á heimasíðu sem sýnir hvernig skal vigta sinn eigin farangur og tengill á nærbuxur með litlum vasa fyrir iPod .

Velgengni fyrirtækjablogga hefur verið ærið mismunandi. Sérfræðingar segja að lykillinn að velgengninni vera nálgun fyrirtækja að blogginu. "Blogg er ekki vettvangur þar sem þú getur haldið fram ákveðinni skoðun án þess að taka á móti viðbrögðum lesenda," segir Todd Copilevitz, ráðgjafi sem sérhæfir sig í starfrænni markaðsetningu. "Þú verður að skilja að þetta er ekki almannatengsla-vél."

TheLobby.com býður ekki upp á að lesendur geti sagt sína skoðun á færslunum. Forsvarsmenn Starwood Hotels & Restorts Worldwide segja að þeir hyggist gera heimasíðuna gagnvarkari en gáfu ekki upp nákvæmlega hvað það felur í sér. Þeir segjast þó ekki draga dul á þá staðreynd að bloggið er kostað af fyrirtæki. Markmiðið er einmitt að sameina auglýsingamennsku með gagnlegum upplýsingum til þess að búa til vef fyrir þá sem eru að ferðast, og beina þannig vefumferðinni frá ferðaspjallsvæðum sem þeir hafa enga stjórn á.

Þeir hafa fengið til við sig Mark Johnson sem ráðgjafa. Hann er eigandi SFO Media og útgefandi HotelChatter.com sem er vinsælt blogg í hóteliðnaðnum. TheLobby.com er stjórnað af Starwood og ElectricArtist, sem er markaðsfyrirtæki í New York. Bloggarar í lausamennsku og reyndir skríbentar um ferðamál leggja til skrif og fá borgað fyrir.

Ráðgjafarþjónusta Mark Johnson fyrir hótelkeðjuna er algerlega skilin frá HotelChatter.com þar sem þar er stundum skrifað niðrandi um hótel í eigu hótelkeðjunnar.

Á meðan TheLobby.com er ennþá að snurfusa bloggið, eru þeir langt á undan sínum helstu keppninautunum, Marriott International Inc., Hilton Hotels Corp. og Global Hyatt Corp., en engin af þeim hótelkeðjum hafa þróað neitt í líkingu við TheLobby.com.