*

Ferðalög & útivist 12. júlí 2013

Hótelverð hrynur í Tyrklandi og Egyptalandi

Fyrir þau hugrökku og sparsömu þá má alveg skoða ferðir til Tyrklands og Egyptalands í sumar. Verð á hótelherbergjum hefur snarlækkað.

Vegna ástandsins í Tyrklandi hefur meðalverð á hótelherbergi í Istanbul lækkað frá 23.450 kr. í júní og 20.640 kr. í júlí 2012 niður í 17.450 kr. í júní 2013 samkvæmt vefsíðunni Trivago.co.uk.

Á ferðamannastöðunum Antalya og Marmaris hafa verðin lækkað um 24% og 14%.

„Hótelverð hefur lækkað að meðaltali um 26% í Istanbúl í þessum mánuði vegna mótmælanna sem byrjuðu 28. maí,“ segir talsmaður Trivago.co.uk. Og hann bætir við að lágt verð á hótelum sé mjög óalgengt á þessum árstíma.

Í þessum mánuði hafa bresk stjórnvöld gefið út ferðaviðvörun til Egyptalands, fyrir utan ferðamannastaðina við Rauðahafið, vegna mótmæla og óeirða. Því hafa verð á hótelherbergjum í Kairó, þar sem mesta ólgan hefur verið, fallið um 13%  og einnig I Alexandríu um 18%.

Þrátt fyrir enga ferðaviðvörun hefur verð einnig lækkað á hótelum við Rauðahafið.

Stikkorð: Egyptaland  • Tyrkland  • Hótelbergi