*

Menning & listir 20. apríl 2015

Hraðasta selda spennubók sögunnar?

Spennusagan The Girl on the Train hefur selst í 1,5 milljónum eintaka á fjórum mánuðum.

Fyrsta bók Paula Hawkins, spennusagan The Girl on the Train, er talin vera hraðasta selda skáldsaga sögunnar. Bókin hefur verið á toppi metsölulista The New York Times í nærri því fjóra mánuði, frá því að hún kom út. Samkvæmt útgefenda bókarinnar hefur hún selst í yfir 1,5 milljónum eintaka og gæti því verið hraðasta selda harðspjalda skáldsaga sögunnar. 

Bókin er sögð vera í anda Rear Window og Gone Girl. Hún fjallar um Rachel, fráskilda konu sem á við áfengisvandamál að stríða sem býr til ímyndaðan heim fyrir par sem býr í húsi sem hún fer framhjá í lestinni á hverjum degi, húsi þar sem getur verið að hún hafi séð glæpsamlegt athæfi fara fram. 

Talið er að rekja megi vinsældir bókarinnar til frábæra dóma vestanhafs auk vinsælda kvikmyndarinnar Gone Girl. Góðir dómar á bókasíðunni Goodreads eru einnig taldir hafa spilað þar inn.