*

Bátar 15. apríl 2011

Hraðskreiðasta lúxussnekkja heims til sölu

Þýski milljarðamæringurinn Guido Krass, hefur auglýst lúxussnekkju sína til sölu. Verðmiðinn er um 9,6 milljarðar króna.

Þeir sem eiga um 9,6 milljarða króna á bankabók geta keypt hraðskreiðustu lúxussnekkju heims. Snekkjan er í eigu þýska milljarðamæringsins Guido Krass en hann biður um 85 milljónir dala fyrir snekkjuna.

Snekkjan er kölluð Silver Zwei og var sérstaklega hönnuð að ósk Krass. Hún þykir umhverfisvæn miðað við stærð snekkjunnar. Meðal þess sem er um borð er þyrlupallur, gufubað, heitur pottur og bíósalur sem er staðsett utandyra.

Mögulegir kaupendur og aðrir geta skoðað myndir hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is