*

Hleð spilara...
Bílar 1. ágúst 2012

Hraðskreiðasti Bentley allra tíma

Continental GT Speed er 616 hestafla og nær 330 kílómetra hraða á klukkustund.

Bentley kynnti í síðasta mánuði endurbætta 6 lítra W12 vélina sem er í Continental GT Speed. Vélin er með tveimur túrbúníum og skilar 616 hestöflum og nær bíllinn 330 km hraða á klukkustund (205 mílum).

Breytingarnar gera Bentley Continental GT Speed að hraðskreiðasta bíl sem Bentley bílaverksmiðjurnar hafa framleitt.

Ekki er þó mikill munur á þeim næst hraðskreiðsta, Continental Supersports. Sá er eilítið kraftmeiri, eða 621 hestöfl en hann nær "aðeins" 204 mílna hraða, eða 328 kílómetrum á klukkustund.

Fyrstu kaupendurnir á nýja Continental GT Speed bílnum fá bíla sína afhenta í október. Verðið hefur ekki verið upplýst af framleiðandanum en búast má við að það sé ekki undir 200 þúsund dölum í Bandaríkjunum. Því yrði það vart undir 50 milljónum á Íslandi.