*

Bílar 5. mars 2013

Hraðskreiðasti Ferrari sem framleiddur hefur verið

Ferrari LaFerrari tvinnbíllinn var frumsýndur í dag á bílasýningunni í Genf.

Ferrari frumsýndi í dag hraðskreiðasta bíl sem fyrirtækið hefur framleitt. Bíllinn er með hybryd vél en bensínmótorinn er 6,3 lítra sem skilar 789 hestöflum. Rafmagnsmótorinn er 163 hestöfl. Er þetta fyrsti tvinnbíllinn sem Ferrari hefur framleitt.

Tvinnbílar eru venjulegir bensínbílar en þeir breyta orku, sem annars fer til spillis þegar bíllinn bremsar, í rafmagn sem notað er ásamt bensínvélinni til að knýja bílinn áfram. 

Bíllinn er innan við þrjár sekúndur í hundraðið og nær 354 km hraða á klukkustund. 

Aðeins verða framleiddir 499 eintök af bílnum, sem nefnist LaFerrari.  Hann kostar eina milljón evra, um 160 milljónir króna, að viðbættum virðisaukaskatti.

Stikkorð: Ferrari