*

Bílar 20. janúar 2017

Hraðskreiður Kia Stinger

Nýr bíll úr smiðju Kia var frumsýndur á bílasýnunni í Detroit sem er nýhafin. Sá ber heitið Kia Stinger og er hraðskreiðasti bíll sem Kia hefur nokkru sinni framleitt.

Nýr bíll úr smiðju Kia var frumsýndur á bílasýnunni í Detroit sem er nýhafin. Sá ber heitið Kia Stinger og er hraðskreiðasti bíll sem Kia hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn er með 2 lítra bensínvél sem skilar 255 hestöflum og togið er 253 Nm. Einnig er í boði 2 lítra dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Í GT útfærslunni er 3,3 lítra bensínvél með tvöfaldri forþjöppu sem skilar 365 hestöflum og togið er 510 Nm. Kia Stinger GT er aðeins 5,1 sekúndu úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraði bílsins er 269 km/klst.

Mikið er lagt í hinn nýja Stinger bæði varðandi búnað og þægindi. Stór snertiskjár er áberandi í innanrýminu sem býður upp á öll helstu þægindi sem völ er á. Kia hefur einnig lagt mikinn metnað í að gera aksturseiginleika bílsins sem allra besta og er bíllinn búinn fullkmonu MacPherson fjöðrunarkerfi að framan og aftan. Bíllinn er í boði bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi. Kia Stinger fer í sölu í Evrópu næsta haust.

Stikkorð: bílar  • frumsýndur  • Kia Stringer