*

Veiði 4. maí 2014

Hreggnasi áfram með eina bestu laxveiðiána

Laxá í Kjós og Bugða verða áfram í leigu Hreggnasa næstu fimm árin.

Veiðifélagið Hreggnasi hefur samið við Veiðifélag Kjósahrepps um framlengingu á samningi um veiðirétt í Laxá í Kjós og Bugðu til næstu fimm ára.

„Hreggnasi hefur haft aðkomu að vatnasvæðinu frá árinu 2006. Á þeim tíma hafa verið gerðar miklar breytingar á aðbúnaði veiðimanna, ekki síst með byggingu glæsilegs veiðihúss árið 2007," segir í tilkynningu.„ Eins hafa verið gerðar breytingar á  fyrirkomulagi veiða á vantasvæðinu sem fallið hafa veiðimönnum vel í geð, því sala veiðileyfa fyrir sumarið hefur gengið mjög vel."

„Það er því ljóst að góðu samstarfi þessara aðila verður framhaldið næstu árin."