*

Veiði 6. nóvember 2013

Hreggnasi fær Nessvæðið í Laxá í Aðaldal

Veiðisvæðin sem Hreggnasi fær eru fjögur í Laxá í Aðaldal.

Trausti Hafliðason

Veiðifélagið Hreggnasi hefur samið um leigu á Nessvæðinu í Laxá Aðaldal næsta sumar. Samkvæmt samningnum mun Hreggnasi vera með Nessvæðið á leigu frá miðjum ágúst og til loka tímabilsins.

Fyrstu daga tímabilsins selja Nesbændur sjálfir en erlendur aðili verður með svæðið á leigu um miðbik sumars.

Veiðisvæðin sem Hreggnasi verður því með samkvæmt samningum eru Nes, Árnes, Tjörn, Knútsstaðir, Ytra-Fjall og Hólmavað. Laxá í Aðaldal er einhver frægasta stórlaxaá landsins og  veiddust nokkrir af stærstu löxum síðasta sumars í ánni. Stutt er síðan Hreggnasi samdi um leigu á Brynjudalsá í Hvalfirði. Þetta þýðir að Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem hefur verið með Nesvæðið á þessum tíma og reyndar nokkra daga í byrjun júlí verður ekki með það á næsta ári.

Stikkorð: Hreggnasi  • Laxá í Aðaldal