*

Veiði 19. maí 2012

Hreggnasi heldur Laxá í Kjós

Mikil ánægja er með að samkomulag hafi náðst því leiðinlegt hefði verið fyrir aðstandendur Hreggnasa að hverfa frá ánni.

Hreggnasi hefur gengið frá endurnýjun á leigusamningi fyrir Laxá í Kjós til tveggja ára. Á vefsíðu Hreggnasa segir að þar sé mikil ánægja með að samkomulag hafi náðst, því leiðinlegt hefði verið að hverfa frá ánni á þessum tímapunkti. Ákveðnar friðunaraðgerðir, m.a. frá Skugga og upp í Þórufoss ættu eftir að skila sér í aukinni veiði og það gæti farið að gerast strax á þessu sumri. Á vefsíðunni Vötn og veiði er haft eftir Jóni Þóri Júlíussyni hjá Hreggnasa að ekki verði gefið upp um leigugjald að öðru leyti en því að um skynsamlegar hækkanir sé að ræða með tilliti til útboða sem verið hafi í vetur.

Stikkorð: Laxá í Kjós  • Hreggnasi