*

Veiði 14. september 2015

Hreindýrakvóti næst að líkindum ekki

Eftir á að veiða um 250 hreindýr fyrir næsta sunnudag og því ólíklegt að kvótinn náist.

Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir ólíklegt að það takist að veita upp í öll hreindýraleyfi í haust. Hann er í daglegu sambandi við leiðsögumenn veiðimanna á veiðitímanum. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu.

Þar kemur fram að gefin hafi verið út 1.412 hreindýraveiðileyfi á 630 tarfa og 782 kýr. Tarfaveiðum lýkur á morgun og veiðum á kúm á sunnudag, en 138 kýr verða veiddar á syðstu svæðunum í nóvember. Í gær var búið að fella í kringum 1.025 hreindýr og var því eftir að veiða um 250 dýr fram á sunnudag, þar af um 80 tarfa á aðeins tveimur veiðidögum. 

Helmingur tarfanna var á svæði 7 í Djúpavogshreppi, en einnig var mikið óveitt af kúm á sama veiðisvæði. Þar hefur verið þoka og vatnsveður auk þess sem dýrin halda sig hátt til fjalla og innarlega og eru því erfið. 

Stikkorð: Veiði  • Hreindýr