*

Veiði 25. ágúst 2012

Hreindýraveiðar í fullum gangi

Hreindýraveiðitímabilinu lýkur upp úr miðjum september en búið er að veiða um 200 dýr af 1009 dýra kvóta.

Hreindýraveiðar hófust 15. júlí en um síðustu helgi var samkvæmt Skotvís (Skotveiðifélag Íslands) búið að veiða um 200 dýr af 1009 dýra kvóta. Tímabilinu lýkur 15. september fyrir tarfa og 20. september fyrir kýr.

Samkvæmt Skotvís virðist varp bæði heiða-og grágæsa hafa gengið vel og því áfram reiknað með sterkum veiðistofni. Grágæsastofninn er talinn í nokkru jafnvægi en heiðagæsastofninn í vexti eins og verið hefur síðastliðna þrjá áratugi.

Stikkorð: Hreindýraveiðar  • Skotvís