*

Hitt og þetta 31. október 2013

Hrekkjavakan er í dag

Hrekkjavakan eða Halloween er haldin hátíðleg víða um heim í dag.

 Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu „Halloween“ sem er annar ritháttur fyrir „Hallowe’en“. Hallowe’en er svo stytting á nafninu „All Hallows’“ Evening eða „All Hallows’ Eve“ sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu.

Á Írlandi og Skotlandi skapaðist hefði fyrir því að logandi kertum var komið fyrir inni í útskornum næpum. Í Skotlandi var einnig kveikt í bálköstum. Á báðum löndum fór ungt fólk á milli húsa klætt búningum og gerðu öðrum grikk í leiðinni. Þegar Írar og Skotar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld tóku þeir Hallowe’en hefðina með sér. Þegar komið var til Bandaríkjanna notuðust þeir þó við grasker en graskerið er í dag einskonar táknmynd fyrir hátíðina í Bandaríkjunum.

Hátíðin hefur breiðst út um allan heim vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum og því hafa mörg vesturlönd tekið upp siðinn og því ganga margir um í dag í búningum,sníkja nammi, gera náunganum grikk og halda grímuböll.

Heimild: http://is.wikipedia.org/wiki/Allraheilagramessa

Stikkorð: Halloween
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is