*

Hitt og þetta 24. september 2013

Hreyfihamlaðir ekki lengur í forgang hjá Walt Disney

Forgangspassar hreyfihamlaðra heyra sögunni til í skemmtigörðum Walt Disney.

Stjórnendur skemmtigarða Walt Disney hafa hætt að veita hreyfihömluðu fólki forgang í leiktæki garðanna.

Hreyfihamlaðir hafa hingað til fengið sérstakan passa í skemmtigörðum Walt Disney. Passinn veitir einstaklingi með hreyfihömlun og fylgdarmanni sérstakan forgang í leiktækin og sleppur hann þá við að bíða í röð.

Ástæðan fyrir þessum breytingum eru fréttir um að fullfrískir einstaklingar hefðu misnotað þessa passa. Það komst til að mynda upp um fólk sem borgaði hreyfihömluðu fólki fyrir að koma með sér í garðinn og fara með því fram fyrir raðir. CNN segir nánar frá máli Walt Disney hér

Stikkorð: Walt Disney