*

Heilsa 17. mars 2013

Hreyfingin: Með AC/DC í eyrunum og þrúgusykur í blóðinu

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir hlaup og mótorkross stórkostlega hreyfingu.

„Ég er dellukall og það verður til þess að hreyfingin er alltaf að taka breytingum,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

„Í hittifyrra áttu hlaup hug minn allan. Þá hljóp ég um allar koppagrundir með AC/DC í eyrunum og þrúgusykur í blóðinu. Í fyrra tók mótorkrossið yfir og þá djöflaðist ég út um allt á mótorkrosshjólinu mínu. Hjólaði meðal annars þvert yfir landið frá Reykjanesvita út að Fonti. Núna í ár stefni ég að því að sameina þetta tvennt. Sem sagt hlaup og mótorkross. Það er hreint stórkostleg hreyfing að hlaupa 8 til 12 km. og fara svo og hamast á mótorkrossbraut í 30 mínútur. Hver einasti vöðvi hefur þá verið nýttur. Hvað það verður á næsta ári veit ég ekki.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is