*

Hitt og þetta 22. júlí 2012

Hreyfingin mín: Gaman að spjalla og hlaupa

Guðmundur Steingrímsson segist ekki vera mikill hlaupari en hefur gaman af því að hlaupa með öðru fólki.

„Á veturna fer ég í ræktina en á sumrin er maður meira að djöflast eitthvað annað. Þá fer ég stundum í sund og út að hlaupa. Ég er nú enginn rosa hlaupari en ég hef gaman af þessu og finnst gaman að hlaupa með öðru fólki, skemmtileg spjall-íþrótt“, segir  Guðmundur. Guðmundur hljóp 10 km í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins sem var haldið í maí sl. og einnig hljóp hann  hálfmaraþon í Gautaborgarhlaupinu nýverið.