*

Hitt og þetta 1. september 2012

Hreyfingin mín: Hleypur og hjólar

Þykir gaman að hjóla að Esjunni, skutlast upp hana og hjóla svo aftur heim á leið.

„Ég er áhugaskokkari og hleyp svona fjóra morgna í viku og lengra hlaup um helgar. Ég hleyp oft 8-9 kílómetra og fer þá út í  Gróttu. Það er yndislegt að vera farin að hlaupa við Norður-Atlantshafið eins og maður gerði í gamla daga. Svo reyni ég að fara í einhverja hjólatúra. Þeir eru yfirleitt lengri, um tveir klukkutímar. Mér hefur líka þótt gaman í sumar að hjóla að Esjunni, festa hjólið þar, skutlast upp og hjóla tilbaka.“

Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika við Seðlabanka Íslands.