*

Matur og vín 4. júní 2013

Hrist upp í grillmatnum

Einar Long í Grillbúðinni segir þá sem vilji brydda upp á nýjungum við grillið kaupa reykflísar sem unnar eru upp úr viskítunnum.

Guðni Rúnar Gíslason

Grillmatur er væntanlega ofarlega í hugum fólks í blíðunni á Akureyri og Egilsstöðum nú um stundir ólíkt höfuðborgarbúum sem gætu sumir hverjir þurft að hlekkja grill sín niður og hylja fyrir veðri og vindum. En öll él birtir upp um síðir. 

Einar Long, framkvæmdastjóri Grillbúðarinnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið, að ýmislegt megi gera til að hrista upp í grillmatnum ef menn vilja spreyta sig á nýjungum. Margir kaupi svokallaðar reykflísar sem nota má með bæði gas- og kolagrillum.

Um er að ræða viðarflísar með mismunandi tegundum af við sem hentar misjafnlega vel með því kjöti sem á að grilla. Betri týpan af reykflísum er svo Macmyra viskíflísar sem eru unnar úr sænskum vískítunnum sem henta vel fyrir naut og villibráð. Það er einnig orðið nokkuð algengt að fólk spreyti sig við að grilla pitsur. Til að auðvelda mönnum lífið er hægt að fá sérstakar pitsupönnur til að eldbaka pitsurnar og svo sérstaka pitsusteina.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .

Stikkorð: Grillbúðin  • Einar Long