*

Menning & listir 15. júní 2016

Hrynjandi hvera

Sýning Sigrúnar Harðardóttur opnar í Listasafni Íslands 17. júní næstkomandi.

Eydís Eyland

Sigrún Harðardóttir verður með gangvirka-innsetningu í Listasafni Íslands. 

Sýningin Hrynjandi hvera fjallar um hina margbreytilegu hrynjandi og hljóm yfirborðsvirkni jarðhitasvæðis. Með gagnvirkri innsetningu vill listakonan hvetja sýningargesti til að taka þátt í framvindu verksins og setja þannig saman eigin skynjun á sjónrænum og hljóðrænum þáttum hversins. Upplifun þess sem tekur þátt í framvindu innsetningarinnar er svipuð og af hljóðfæraleik eða hljómsveitarstjórn. Það eru hinir margbreytilegu hverir sem eru hljóðfærin í þessu verki og tónbil hljóma þeirra eru margbreytilegir tónar sem myndast við mismunandi stig gjósandi hvera. Hrynjandi hvera er gagnvirkur óður til jarðarinnar í formi 36 myndbanda og gólfstykkis sem inniheldur 9 þrýstiskynjara.

Sýning verður opin 17. júní - 11. september 2016.