*

Tölvur & tækni 19. ágúst 2014

HTC kynnir ódýrari One M8 snjallsíma

Sérfræðingar eru nánast fullvissir um að Microsoft hafi fjármagnað nýjan HTC síma með Windows stýrikerfi.

Farsímaframleiðandinn HTC hefur kynnt nýjan One M8 snjallsíma sem keyrir á Windows stýrikerfi. Þetta mun vera í fyrsta sinn í tvö ár sem HTC kynnir til leiks síma með slíku stýrikerfi, en hingað til hefur snjallsíminn One M8 keyrt á Android Kerfi.

Í frétt BBC um málið segir að nýi síminn verði um helmingi ódýrari en upphaflega tegundin. Sérfræðingar telja nánast fullvíst að Microsoft hafi tekið þátt í að fjármagna símann.

Einnig er talið að með þessari ódýrari gerð af M8 símanum séu HTC og Microsoft að staðsetja sig sem ódýrari valkost og ákveðið mótvægi við nýjan Iphone sem er væntanlegur. 

HTC hefur átt í talsverðum erfiðleikum síðustu misseri. Á fyrsta ársfjórðungi tapaði félagið 63 milljónum Bandaríkjadala.

Stikkorð: HTC One