*

Tölvur & tækni 3. september 2014

HTC ONE (M8) fyrir Windows

Nýi Windows-síminn frá HTC hefur fengið góða dóma.

Microsoft hefur ekki náð að slá í gegn með Windows Phone enn sem komið er, sem er að mörgu leyti synd, snjallsímamarkaðnum veitir ekki af meiri samkeppni. Svipaða sögu má segja af símaframleiðandanum HTC, sem framleiðir frábæra síma sem samt hafa ekki náð að skáka Samsungsímunum.

Það er því ekki úr vegi að Microsoft og HTC taki höndum saman um að gera góðan Android síma að fyrirtaks Windows síma. Kramið er nánast hið sama og hugbúnaðurinn óbreyttur, sem þýðir að tilraunin er áhættulaus en dómarnir hafa verið afar góðir.

Fjallað er um símann í blaðinu Tækni, sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. 

Stikkorð: HTC  • HTC M8