*

Sport & peningar 29. maí 2017

Huddersfield sigraði peningaleikinn

Verðmætasti knattspyrnuleikur ársins fór fram í dag.

Huddersfield tryggði sér fyrr í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir næsta leiktímabil eftir sigur á Reading í úrslitaleik umspilsins um síðasta lausa sætið deildinni. 

Sigraði Huddersfield í vítaspyrnukeppni eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma né í framlengingu. 

Gífurlega mikið var undir í leiknum eins og Viðskiptablaðið greindi frá á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Huddersfield sér að minnsta kosti 170 milljónir punda á næstu þremur árum. Takist liðinu að halda sæti sínu í deildinni á komandi leiktímabili mun sú upphæð að lágmarki nema 290 milljónum punda.

Þetta er í fyrsta sinn sem Huddersfield kemst upp í úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992. Með sigrinum batt liðið enda á 45 ára bið eftir því að komast upp í efstu deild.