*

Bílar 15. mars 2012

Hugarfóstur forstjórans

Draumur Aikio Toyoda rætist í maí þegar hann getur sest undir stýri á kröftugum sportbíl frá fyrirtækinu sem hann stýrir.

Toyota kynnir nú í vor nýjan sportbíl, GT86, sem er hugarfóstur forstjóra japanska bílaframleiðandans, Akio Toyoda.

GT86 þykir hafa mjög góða aksturseiginleika og standa fyllilega undir væntingum sem skemmtilegur sportbíll.

GT86 er búinn 200 hestafla vél og hröðun er 7,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er mjög fallegur á að líta jafnt að innan sem utan. GT86 verður kynntur bílablaðamönnum í Barcelona í maí og kemur á markað í byrjun sumars.

Stikkorð: Toyota  • GT86  • Akio Toyoda