*

Bílar 28. ágúst 2019

Hugmyndabíll frá Audi

Audi frumsýnir hugmyndabílinn AI: Trail Quattro á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt um miðjan næsta mánuð.

Audi mun frumsýna hugmyndabílinn AI: Trail Quattro á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt um miðjan september.

Samkvæmt upplýsingum frá Audi er hér um að ræða tæknivæddan rafbíl með getu til utanvegaaksturs. Lítið er vitað meira um drifrásina eða drægnina á þessari stundu en þýski bílaframleiðandinn mun geyma það leyndarmál fram að forsýningunni í Frankfurt. Þó er ljóst samkvæmt nafninu að bíllinn verður með quattro fjórhjóladrifinu frá Audi.

Aðeins ein mynd hefur verið birt af bílnum þannig að Audi heldur öllum spenntum. Bíllinn er fjögurra dyra og fram- og afturendar eru frekar stuttir af myndinni af dæma. Hönnunarlína yfirbyggingarinnar lækkar líka í miðjunni til að búa til stóra glugga fyrir meira útsýni. Engar innri myndir eru enn til staðar, en bíllinn mun vera með stýri, sem gefur til kynna AI: Trail Quattro verður ekki 100 prósent sjálfkeyrandi.

Stikkorð: Audi  • rafbíll