*

Bílar 21. apríl 2017

Hugmyndabíll frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz frumsýndi hugmyndabílinn Concept A Sedan á bílasýningunni í Shanghai í gær.

Mercedes-Benz frumsýndi hugmyndabílinn Concept A Sedan á bílasýningunni í Shanghai í gær. Bíllinn er enn ein viðbótin í breiða fólksbílalínu þýska lúxusbílaframleiðandans.

Mercedes-Benz hefur undanfarið komið fram með sportlega bíla bæði fólksbíla og sportjeppa og breikkað línu sína talsvert. Þessi laglegi hugmyndabíll er fjögurra dyra, sportlegur fjöskyldubíll með coupe lagi. Hann er frekar nettur og líkist talsvert CLA fólksbílnum sem er einnig með þessar sportlegu coupe línur. Nýi bíllinn er eilítið minni en CLA sem er þó ekki sérlega stór. Hugmyndabílinn er með sama undirvagn og A og B Class bílarnir.

Hönnunin á nýja bílnum eru mjög flott og enn ein rósin í hnappagat hönnuða Mercedes-Benz sem komið hafa fram með spennandi bíla undanfarin misseri sem styrkt hafa enn frekar stöðu og sölu bílaframleiðands og náð að styrkja ímynd hans enn frekar og ekki síst meðal yngra fólks. Sportlegar og flottar línur og framendinn sérlega töff.

Svo er bara spurning hvort og hvenær Concept A fer í framleiðslu og hversu mikla breytingu við munum sjá á bílnum ef af framleiðslu verður.