*

Bílar 22. september 2021

Hugmyndabíll frá Volkswagen

Volkswagen ID Life hugmyndabíllinn var kynntur til leiks á alþjóðlegu bílasýningunni í Munchen.

Volkswagen ID Life hugmyndabíllinn var kynntur til leiks á alþjóðlegu bílasýningunni í Munchen og fékk mikla athygli eins og búast mátti við.

ID Life er nettur, kassalaga jepplingur sem er hreinn rafbíll. Bíllinn er með 57 kWh rafhlöðu og drægnin er um 400 km á rafmagninu. Rafhlaðan skilar bílnum 172 kW. ID Life fer úr kyrrstöðu í hundraðið á 6,9 sekúndum.

ID Life er minni en ID.3 en hærri. Jepplingurinn er byggður á minna afbrigði af MEB rafdrifsundirvagn Volkswagen, sem var þróaður sérstaklega fyrir minni bíla framleiðandans. Þetta er í fyrsta skipti sem ökutæki byggt á MEB verður með framhjóladrifi.

Stikkorð: Volkswagen  • ID Life