
BMW frumsýndi í byrjun vikunna hugmyndabílinn Vision Future Luxury á bílasýningunni í Peking.
Margir fjölmiðlar héldu að hér væri ný lína, 9, komin til sögunnar.
En bæverski bílaframleiðandinn leiðrétti það snarlega og sagði að bíllinn væri hugmyndabíll sem flaggskipið Sjöan yrði byggt á. Bíllinn er harla líkur tveggja dyra hugmyndabílnumGran Lusso Pininfarina sem varsýndur fyrir tæpu ári.
Nýr BMW 7 er væntanlegur haustið 2015.
Bíllinn er fallegur og sérstaka athygli vekja hurðirnar á bílnum, sem kallast sjálfsmorðhurðir ( e. suicide doors). Bílaframleiðendur hafa verið óragir við að setja slíkar hurðir á bíla sína undanfarið, sérstaklega á hugmyndaútgáfur.
Þessar hurðir voru algengar í kringum 1920 þegar bílbelti voru ekki staðalbúnaður í bílum. Þá var meiri hætta að hurðin opnaðist fyrir slysni og því meiri hætta að farþeginn dytti út úr bílnum á ferð.
í dag er auðvelt að koma í veg fyrir þessa hættu en uppnefnið á hurðunum er fast við þær þrátt fyrir það.
Hugmyndaútgáfan er aðeins með fjögur sæti. Líklegt er að það verði valkvætt hvort 2 eða 3 komist fyrir í aftursætinu.