*

Bílar 15. nóvember 2021

Hulunni svift af Kia EV9

Kia hefur birt fyrstu myndirnar af rafknúna sportjeppanum Kia EV9 sem er væntanlegur á markað árið 2023.

Róbert Róbertsson

Kia kynnti í síðustu viku fyrstu myndirnar af nýjum hugmyndabíl sem ber heitið Kia EV9. Um er að ræða hreinan rafbíl sem kemur í kjölfarið á frumsýningu á Kia EV6. Suður-kóreski bílaframleiðandinn hyggst fara með Kia EV9 á markað árið 2023.

Hönnunin á EV9 er framsækin og djörf. Línurnar eru sportlegar og gefa fögur fyrirheit um spennandi akstur. Innanrýmið er framúrstefnulegt en um leið fallega hannað og með vönduðu efnisvali.

Sportjeppinn er mjög rúmgóður fyrir ökumann og farþega og er m.a. með sérstakt „Lounge“ rými. Kia EV9 er mjög tæknivæddur bíll og mun bjóða upp á allt það nýjasta og besta frá framleiðandanum. Stýrið er til að mynda mjög framúrstefnulegt og tæknilegt.

Kia EV9 verður frumsýndur formlega á bílasýningunni í LA sem hefst í vikunni og þá munu koma nánari upplýsingar um bílinn.

Stikkorð: Kia  • Kia EV6