*

Bílar 8. mars 2012

Jaguar Land Rover sviptir hulunni af Evoque- blæjujeppa

Bílasýningin í Sviss hófst með stæl í Genf í dag. Jaguar Land Rover kynnti þar til sögunnar nýjan bíl sem gæti skilað metsölu.

Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover flaggar blæju-jeppa í Range Rover Evoque-línunni á bílasýningunni í Gefn í Sviss. Sýningin hófst í dag og stendur yfir næstu tíu daga.

Bílaspekúlantar segja að með Evoque-jeppanum vilja bílaframleiðandinn reyna að höfða til nýs hóps viðskiptavina, kvenna og ungra karlmenna með nægt fjármagn á milli handanna til að kaupa jeppa af þessari gerð.

Fyrsti jeppanum úr Evoque-línunni var ekið út um dyr Jaguar Landrover í júlí í fyrra og hefur hann sópað til sín verðlaunum síðan þá. Þá selst hann vel og stefnir allt í að hann taki topsætið á sölulista bílaframleiðandans. Nokkrar gerðir bíla seljast betur í dag. Þar á meðal eru Range Rover Sport, Freelander, Discovery og Defender. 

Jaguar Land Rover hefur gengið í gegnum ýmislegt í gegnum tíðina. Framleiðandi Jaguar-bílanna, sem eitt sinn var flaggskip í breskum bílageira, var stofnað árið árið 1922. Það rann saman við Land Rover þegar Ford Motors keypti reksturinn árið 2002. Fyrirtækið hefur farið í gegnum þvottavél síðan þá. Fyrirtækin hanga enn saman. Indverski bílarisinn Tata Motors eignaðist svo fyrirtækin árið 2008. Bílaframleiðslan hefur eftir sem áður haldið áfram í Bretlandi. 

Hér má skoða nokkrar myndir af bílnum og myndband frá bílasýningunni í Genf.

 

Frá bílasýningunni í Genf

Horft ofan á blæju-jeppann

Eldrauð sæti í lúxusjeppanum

Stýrið er hér á skárri stað fyrir íslenska ökumenn

Bíllinn á sýningunni