*

Bílar 22. febrúar 2017

Hulunni svipt af nýjum Audi Q5

Ný kynslóð Audi Q5 verður frumsýnd hér á landi næsta laugardag. Alls 1,6 milljón eintaka hafa selst af sportjeppanum um heim allan.

Ný kynslóð Audi Q5 verur frumsýnd hér á landi næsta laugardag. Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og er hann einn farsælasti bíll Audi. Alls 1,6 milljón eintaka hafa selst af sportjeppanum um heim allan.

Nýr Audi Q5 er stærri á flesta kanta og plássið hefur aukist en þó er hann allt að 90 kílóum léttari, þökk sé skynsamlegu efnavali í yfirbyggingunni og hugvitsamlegum tæknilausnum. Nýr Q5 er hlaðinn framsæknum tækninýjungum á borð við nýja skynvædda loftfjöðrun og kraftmeiri vélar og einn af hápunktum nýju kynslóðarinnar er nýtt quattro-aldrif með forspárgetu. Drifið aðlagar togdreifinguna að aksturslaginu. Það aftengir afturdrifið þegar við á og minnkar eldsneytiseyðslu og sér fyrir þörfina á aldrifi þegar gefið er vel inn eða knappar beygjur eru framundan.

Nýr Audi Q5 er sportlegur í hönnun með sérkennandi vélarhlífina og slútandi þakið, sem og útispeglana og mjóa gluggalínuna. Endurhönnun þaksins hefur lága loftmótstöðu sem gerir það að verkum að vindmótsstuðullinn er aðeins 0.30 Cd í útfærslum með fjögurra sílindra vélar. Framfarirnar í nýrri kynslóð eru einnig augsýnilegar á stafrænu Audi virtual mælaborðinu með 12,3 tommu háskerpuskjá sem sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði er fjöldi upplýsinga- og afþreyingakerfa ásamt úrvali tengimöguleika og aðstoðarkerfa.

Í boði eru þrjár vélar, 190 hestafla 2.0 TDI, 286 hestafla 3.0 TDI og 252 hestafla 2.0 TFSI. Afl vélanna hefur aukist um 10%, eða allt að 27 hestöfl, en eldsneytiseyðsla hefur minnkað. Það tekur nýjan Audi Q5 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Nýr Audi Q5 verður frumsýndur næstkomandi laugardag hjá Heklu kl. 12-16.

Stikkorð: Audi  • bílar  • kynntur  • Q5