*

Bílar 23. maí 2018

Hulunni svipt af nýjum C4 Cactus

Frumsýningin á nýjum C4 Cactus fer fram í Brimborg við Bíldshöfða næstkomandi laugardag.

Citroën hefur svipt hulunni af nýjum C4 Cactus. Bíllinn verður frumsýndur hér á landi nk. laugardag.

Forverinn vakti mikla athygli ekki síst fyrir athyglisverða hönnun og Airbump hlífðarklæðningunni á neðri hluta hurða bílsins. Nýi bíllinn hefur verið endurhannaður bæði að utan sem innan, ný fjöðrunartækni, nýjar vélar. Stíll bílsins er ögrandi og nútímalegur eins og áður. Innra rýmið í nýjum C4 Cactus býður upp á þægindi í nýjum Advanced Comfort sætunum.

Nýr Citroën C4 Cactus býr yfir einstökum stíl með Airbump hlífðarklæðningunni, tvískiptum framenda og þrívíddar LED ljósum að aftan. Hægt er að setja C4 Cactus saman í 31 úfærslu af litum að utan sem og innan.

Nýr Citroën C4 Cactus er fyrstur Citroën bíla sem er búinn nýju fjöðrunarkerfi frá franska bílaframleiðandanum. Fjöðrunartæknin kallast Progressive Hydraulic Cushions™ og býður upp á mikla mýkt og stöðugleika.

Bíllinn kemur með 1,2 bensínvél sem skilar 110 hestöflum og 1,6 dísilvél sem skilar 100 hestöfl. Frumsýningin á nýjum C4 Cactus fer fram í Brimborg við Bíldshöfða og við Tryggvabraut 5 á Akureyri nk. laugardag klukkan 12-16.

Stikkorð: Citroen  • Cactus  • C4