*

Tölvur & tækni 25. október 2012

Hulunni svipt af Windows 8

Microsoft kynnt með pompi og pragt nýjasta stýrikerfið. Það heitir Windows 8 og er frábrugðið því sem tölvunotendur þekkja.

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft kynnti í dag nýjustu og viðamestu útgáfu af Windows-stýrikerfinu til þessa. Eins og margoft hefur komið fram áður heitir stýrikerfið Windows 8 og er það samhæft við bæði hefðbundnar tölvur, snjallsíma og spjaldtölvur. Stýrikerfið er mjög ólíkt því sem Windows-notendur þekkja til þessa. Í stað hefðbundins skjá með Start-hnappi eru litlir kassar á skjánum og inni í þeim hugbúnaðurinn. Þá er hægt að opna útgáfu af stýrikerfinu sem líkist því sem tölvunotendur ættu að kannast við.

Fram kemur í tilkynningu frá Microsoft, að helsta nýjungin felist í forritaversluninni Windows Store en þar verður hægt að kaupa þúsundir smáforrita fyrir stýrikerfið.

hægt verði að kaupa stýrikerfið í rúmlega 40 löndum á 37 tungumálum. Það kemur í tveimur útgáfum. Þá geta þeir sem vilja keypt stýrikerfið í verslunum og hjá endursöluaðilum. 

Fyrir utan margar spennandi nýjar tölvur frá tölvuframleiðendum, munu núverandi Windows 7 notendur einnig geta uppfært sínar tölvur á sérstöku verði með Windows Upgrade Offer.

Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, ræddi við VB Sjónvarp um nýja stýrikerfið.

Stikkorð: Microsoft  • Windows 8