*

Heilsa 13. júlí 2017

Húmoristar og hjartahlýir reimið á ykkur skóna

Vinir gríngreifans Stefáns Karls Stefánssonar eins og þeir kalla hann, ætla að hlaupa til styrktar honum og Krafti, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur í Reykjavíkur maraþoninu.

Eins og þekkt er orðið grendist Stefán Karl með gallgangakrabbamein haustið 2016. „Það er von okkar að við náum að safna fé til að styrkja hann og fjölskyldu hans í gegnum þessa erfiðu tíma,“segir Þorbjörg Marinosdóttir sem setti söfnuna upphaflega af stað. Upphæðin sem safnast mun skiptast jafnt milli Stefáns Karls og Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.   

„Við auglýsum eftir fleirum, það er aðeins skylda að hafa hlýtt hjarta og mikinn húmor,“segir Þorbjörg að lokum sem sjálf ætlar að hlaupa ásamt sambýlismanni sínum Karli Sigurðssyni.

Skráning hér: https://www.hlaupastyrkur.is/hlaupahopar/lid?cid=53145