*

Tölvur & tækni 24. desember 2013

Hundrað frábærar myndir

Vefsíðunni Gizmodo er fátt óviðkomandi, en þar hafa verið teknar saman hundrað áhugaverðar myndir frá árinu.

Árið 2013 sá alls konar stórkostlegar fréttir af framgangi í vísindum og tækni og hefur vefsíðan Gizmodo skrásett þær af stakri elju. Blaðamenn vefsíðunnar hafa tekið saman 100 frábærar myndir, af nýjum uppfinningum, náttúrufyrirbærum og stórframkvæmdum, svo eitthvað sé nefnd.

Myndin sem hér fylgir með er af golfbolta sem skorinn hefur verið í tvennt, en það er eitthvað við myndina eða myndatökuna sem gerir það að verkum að allt eins gæti verið um mynd af fjarlægri stjörnu að ræða.

Sjá má myndirnar hér. 

Stikkorð: Tækni