*

Tíska og hönnun 22. febrúar 2013

Hús á besta stað í Cannes til sölu

Nú er tækifærið fyrir þá sem vilja hafa það flott í Cannes. Hús á besta stað í bænum var að koma í sölu.

Hús á besta stað í Cannes í Frakklandi er til sölu fyrir 6,4 milljarða króna. Húsið er yfir 1700 fermetrar og er umkringt fallegum görðum með sundlaug. Hér má finna nánari upplýsingar um eignina. 

Húsið er á þremur hæðum og þar má finna sjö svefnherbergi, sjö marmarabaðherbergi, svokallað „sumareldhús“ með útgengi út á verönd á þakinu en þar er einmitt sundlaug.

Síðan er hægur leikur að halda sér í formi því í húsinu er líkamsræktarherbergi og gufubað. Fyrir þá sem eru þreyttir og þyrstir eftir púl í ræktinni er bíósalur og vínkjallari. 

 Bílskúr fyrir tíu bíla fylgir húsinu en húsið er í fimm mínútna fjarlægð frá ströndinni. 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Frakkland  • Fasteignir