*

Tíska og hönnun 29. júlí 2013

Hús fyrir fjölskylduna sem kann að skemmta sér

Í hæðunum fyrir ofan Costa Brava er stórkostlega skemmtilegt hús til sölu fyrir hressa fjölskyldu.

Á Spáni er fallegt hús til sölu. Þegar húsið var teiknað var lögð áhersla á veisluglaða fjölskyldu. Fjölskyldu sem kann að skemmta sér og taka á móti gestum.

Lóðin er næstum 3000 fermetrar og því er næði í kringum húsið mikið. Stutt er á Girona flugvöll (30 mínútur) og á strendurnar Aiguablava, Sa Tuna, Llafranc eða Es Castell.

Á neðri hæð hússins eru tvö svefnherbergi, skrifstofa, stór borðstofa, eldhús og stór og glæsileg verönd. Á efri hæðinni eru tvö svefnherbergi, móttökusalur og stór verönd. Á báðum hæðum er hægt að skemmta gestum og líka leyfa þeim, sem vilja vera út af fyrir sig í næði, að gera það.

Í húsinu er einnig lítil gestaíbúð með litlu eldhúsi, stofu og svefnherbergi. Úr mörgum herbergjum hússins er hægt að ganga út í garðinn og beint út í náttúruna. 

Eignin kostar 789 milljónir króna og er 726 fermetrar. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Spánn  • Fasteignir  • Spánn