*

Tíska og hönnun 14. júní 2013

Hús fyrir fólk sem kann að halda partí

Í Ontario í Kanada er gullfallegt steinhús til sölu. Það lítur virðulega út en leynir á sér. Á neðri hæðinni er körfuboltavöllur og fleira hresst.

Hér er hús sem er fullkomið fyrir veisluglatt fólk. Og húsið er vant fínum gestum en fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og leikarinn Gregory Peck eru á meðal manna sem hafa fengið heimboð í höllina.

Húsið er um 1100 fermetrar og getur auðveldlega rúmað 300 gesti. Það er afgirt með fallegum garði og því er mjög mikið næði á allri lóðinni í kringum húsið. Tveir heitir pottar eru í garðinum sem líkjast tjörnum og hljóðið sem berst úr þeim á að minna á lækjarnið. Á lóðinni er líka völlur fyrir golfpútt og stór sundlaug.

Þegar komið er inn í húsið er gengið inn í stóran sal sem líkist frekar lúxushóteli heldur en einkaheimili. Svefnherbergin eru fimm og baðherbergin ellefu. Einnig er líkamsrækt, bílskúr fyrir átta bíla, vínkjallari, billjardherbergi, bíósalur, körfuboltavöllur og alls kyns stofur og herbergi og því er húsið tilvalið fyrir stóra fjölskyldu sem kann að skemmta sér. 

Húsið kostar 8,6 milljónir dala en fleiri myndir og ítarlegri lýsing á eigninni má sjá hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Kanada  • Fasteignir  • Ontario