*

Hitt og þetta 9. september 2013

Hús fyrir fólk sem vill fela sig

Golfvöllur, sundlaug, gosbrunnur og dansgólf. Allt í flottu húsi sem er neðanjarðar.

Í Las Vegas er til sölu eign sem er tilvalin fyrir fólk sem óttast stjórnleysi og aðra upplausn í samfélaginu því húsið er 7,6 metrum fyrir neðan yfirborð jarðar.

Húsið er því neðanjarðarbyrgi í flottari kantinum. Inngangurinn í húsið er í gegnum kofa á yfirborðinu. Húsið hefur allt sem þótti eftirsóknarvert fyrir úthverfalíf í Las Vegas á sjöunda áratugnum. Í garðinum er sundlaug, gosbrunnur og lítill fjögurra holu golfvöllur. Nuddpottur, bar og dansgólf eru líka í boði fyrir þá sem vilja brjóta upp daginn neðanjarðar. Og til að fólk fá nú ekki innilokunarkennd þá er hægt að stjórna lýsingu í loftinu. Stillingarnar heita: „morgun“ eða „sólarlag“ eða „nótt“ og síðan er líka hægt að kveikja á „stjörnunum“.

Fyrir ofan „himininn“ er síðan þykk steypt skel sem á að vernda íbúa fyrir kjarnorkuárás.

Heimilið var byggt um miðjan áttunda áratuginn af Girard B. „Jerry“ Henderson sem var athafnamaður. Hann átti fyrirtæki sem hét „Underground World Home Inc.“ sem sérhæfði sig í að byggja lúxusneðanjarðarbyrgi. Húsið kostar 1,7 milljón dali. Sjá nánar hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Örvænting  • Hræðsla  • Kalda stríðið