*

Tíska og hönnun 28. nóvember 2013

Hús í einu fallegasta hverfi Buenos Aires

Stórt einbýlishús er til sölu í Palermo Chico hverfinu í Buenos Aires. Hverfið þykir afskaplega lekkert og fínt og eftirsóknarvert.

Hér er nú aldeilis húsið fyrir alla þá sem vilja eiga huggulegt athvarf í virðulegu hverfi í Buenos Aires.

Húsið er 1200 fermetrar í Palermo Chico sem þykir eitt besta íbúðahverfi í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Hverfið er rólegt þar sem mikið er um stór og voldug heimili, sendiráð og falleg tré sem ramma inn göturnar.

Á fyrstu hæðinni eru tvær stórar stofur og borðstofa. Arnarnir eru úr marmara og gólfin úr við frá Slóvakíu. Eldhúsið er stórt, opið og ótrúlega bjart. Inn af því er borðkrókur og þaðan er gengið út í garðinn.

Á annarri hæðinni eru svefnherbergi og setustofa. Á þriðju hæðinni er síðan aðalsvefnherbergið. Því fylgir sér setustofa, baðherbergi klætt marmara, fataherbergi og skrifstofa. Séríbúð er fyrir starfsfólk.

Húsið er búið öllum nútímaþægindum en nánari myndir og upplýsingar má finna hér. Það kostar 4,8 milljónir dala eða 575 milljónir króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Buenos Aires