*

Hitt og þetta 29. ágúst 2013

Hús í fjalllendi Santa Barbara

Hús sem situr í fjalllendi Santa Barbara er til sölu fyrir 4,3 milljarða króna.

Í fjalllendi í Santa Barbara situr 712 fermetra hús á 37 ekrum. Á landareigninni er líka vínekra.

Eignin heitir Malibu Rocky Oaks Estates. Húsið er eina húsið sem leyft var að byggja á svæðinu og er því óvenju verðmætt. Útsýni er út á haf, yfir fjöll, gil og vötn.

Í húsinu er risastór stofa, arinn, fallegar súlur úr bergi, bíósalur, stórt eldhús og fimm stór svefnherbergi með rosalegu útsýni yfir fjallgarðinn sem húsið stendur á. Á þakinu er hægt að liggja í sólinni í ró og næði. Á lóðinni er sundlaug og heilsulind. Við vínekruna er þyrlupallur til að einfalda lífið. Húsið kostar 4,3 milljarða króna og nánari upplýsingar eru hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Santa Barbara