*

Tíska og hönnun 30. júlí 2013

Öryggi og útsýni í Jóhannesarborg

Í húsi einu, sem er til sölu í Jóhannesarborg, er lögð áhersla á öryggi en sérstakt hús fyrir öryggisvörð er á lóðinni með skotheldu gleri.

Arkitektinn Aurelio Cimato hefur hannað ótrúlega fallegt hús sem nú er til sölu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Húsið er risastórt eða um 1200 fermetrar á stærð og kostar 366 milljónir króna.

Í húsinu eru birta og útsýni í hávegum höfð. Veggir úr gleri og staðsetning hússins gerir það að verkum að húsið er nefnt „Views Forever“ eða „Endalaust útsýni“ á vef fasteignasölunnar.

Í húsinu er ekki bara endalaust útsýni heldur endalaust pláss. Fjögur svefnbergi, fjögur baðherbergi, tvær skrifstofur, bókasafn, tvö sjónvarpsherbergi, stofa, stórt eldhús með búri, borðstofa og arinn og svalir sem umvefja húsið. 

Loftkæling og hiti í gólfum er í öllu húsinu og pláss er fyrir sjö bíla í bílskúrnum. Húsið er allt búið fullkomnu öryggiskerfi en eignin er umkringd rafmagnsgirðingu og hús fyrir öryggisvörð er á lóðinni með skotheldu gleri. Einnig er sér rafall í húsinu ef rafmagnið skyldi fara. Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Suður-Afríka