*

Menning & listir 26. júní 2013

Hús þar sem allir eru köngulóarmaðurinn – Myndband

Í mjög sérstöku húsi í London geta gestir og gangandi einmitt gengið lóðrétt upp veggi og gert alls konar kúnstir.

Í austurhluta London hefur sprottið upp fallegt „hús“ í Viktoríustíl. Húsið er þó ekkert venjulegt hús en gestir virðast ekki lúta lögmálum þyngdaraflsins því þeir virðast geta gengið upp lóðrétta veggi og sveiflað sér úr gluggasyllum rétt eins og köngulóarmaðurinn.

En ekki er allt sem sýnist. Framhlið hússins liggur á jörðinni og henni er speglað upp á vegg. Sjá myndbandið hér.

Sá sem á heiðurinn af húsinu er argentínski listamaðurinn Leandro Erlich og heitir húsið Leandro Erlich´s Dalston House og er hluti af listasýningu. 

Stikkorð: Listaverk