*

Menning & listir 30. september 2016

Hús úr Harry Potter til sölu

Húsin þar sem Harry Potter og Hermione Granger bjuggu í kvikmyndunum um galdradrenginn eru nú til sölu.

Hús Hermione Granger úr Harry Potter sögunum frægu, er nú til sölu. Fyrir rúmri viku var húsið á Privet Drive sett á sölu, en þar bjuggu hin gífurlega leiðinlega frændfólk Harry, Dursley fjölskyldan.

Húsið þar sem að Harry bjó stóran hluta æsku sinnar, en var notað við upptökur á Harry Potter myndunum er staðsett í Martins Heron í Bracknell. Hægt er að festa kaup á því ágæta húsi fyrir um 475 þúsund pund eða því sem samsvarar um 70,7 milljónum íslenskra króna.

Húsið hennar Hermione er hins vegar talsvert dýrara, en sá sem vildi kaupa það þyrfti að slengja fram um 2,4 milljónum punda. Það er einnig talsvert stærra en hús Dursley fjölskyldunnar og samanstendur af þremur hæðum með sex svefnherbergjum.

Hægt er að sjá myndir af húsunum og lesa nánar um málið hér:

Frétt Yahoo um Privet Drive.

Frétt Yahoo um hús Hermione.

Stikkorð: Harry Potter  • hús  • Hermione  • til sölu