*

Tíska og hönnun 7. mars 2013

Hús Versace í Mílanó til sölu

Hús elsta bróður Donatellu og Gianni heitins Versace er til sölu. Húsið er glæsilegt og þykir eitt það flottasta í Mílanó.

Hús elsta bróður Versace fjölskyldunnar er til sölu. Santo Versace er bróðir Donatellu og Gianni en Gianni var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Miami 1997. Húsið þykir bera af þegar kemur að stíl og hönnun. Hér má finna nánari upplýsingar um húsið. 

Húsið er á fjórum hæðum og er 2100 fermetrar. Garðurinn er afgirtur og lokaður og er 442 fermetrar og uppi á þaki er 300 fermetra verönd. 

Via dei Giardini heitir gatan sem húsið stendur við. Sú gata er sérstök að því leyti að hún er eina gatan í Mílanó þar sem eru tré.

Húsið var teiknað af arkitektunum Carlo De Carli og Antonio Carminati. Það þykir mjög látlaust að utan en algjört listaverk að innan. Og verðmiðinn? Rúmlega átta milljarðar króna.

Stikkorð: Fasteignir  • Mílanó  • Versace