*

Menning & listir 10. febrúar 2021

Húsavík einu skrefi nær Óskarnum

Lagið er á lista yfir þau 15 lög sem koma til greina til þess að hljóta óskarsverðlaun í ár.

Lagið eftirminnilega, Húsavík, úr Netflix-kvikmyndinni "Eurovision Song contest: The story of Fire Saga" er á lista yfir 15 lög sem koma til greina til þess að hljóta óskarsverðlaun í flokki frumsaminna laga í ár. Höfundur lagsins er Íslendingurinn Atli Örvarsson.

Kvikmyndin fjallar um æskuvinina og Húsvíkingana Lars og Sigrit, sem Will Ferrell og Rachel McAdams leika, en þau sigra hjörtu Eurovision aðdáanda með flutningi sínum á laginu í úrslitakeppninni.

Lagið sló einnig í gegn í raunheimum, þótt Íslendingar hafi margir hverjir ekki verið hrifnir af meðferð leikaranna á íslenskunni. Lagið hefur yfir 23 milljónir spilanna á Spotify og yfir 8 milljónir hafa horft á myndbandið við lagið á YouTube.

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin þann 25. apríl næstkomandi í nítugasta og þriðja skipti. Atkvæðagreiðsla um lögin sem koma til greina hefst 10. mars næstkomandi og endanlegar tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar 15. mars.