*

Menning & listir 15. mars 2021

Húsavík tilnefnt til Óskarsverðlauna

Lagið Húsavík úr Eurovision mynd framleiðandans Netflix hefur verið tilnefnt til Óskarsverðlauna sem besta lagið.

Jóhann Óli Eiðsson

Norðurþing mun eiga fulltrúa á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer þetta árið en það er lagið Húsavík sem birtist í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Þetta var tilkynnt nú rétt í þessu.

Lagið er tilnefnt í flokknum besta frumsamda lagið. Önnur tilnefnd lög eru Fight for You úr myndinni Judas and the Black Messiah, Hear My Voice úr The Trial of the Chicago 7, Io Sí úr La Vita Davanti a Se og Speak Now úr One Night In Miami. 

Þetta verður í 93. skipti sem hátíðin fer fram en til greina komu myndir sem komu út á tímabilinu 1. janúar 2020 til 28. febrúar 2021. Hátíðin fer fram 25. apríl 2021 í Los Angeles en henni var seinkað um tvo mánuði út af heimsfaraldrinum.

Stikkorð: Húsavík  • Eurovision