*

Tíska og hönnun 23. júlí 2013

Afskekkt paradís á Veiques eyju

Uppi á háum hól á fallegri eyju í karabíska hafinu stendur Casa Cielo eða Húsið á himninum.

Eyjan Vieques liggur beint austur af meginlandi Púertó Ríkó. Eyjan tilheyrir Púertó Ríkó og er 34 kílómetrar að lengd og 6,5 kílómetri að breidd. Náttúrufegurðin á Vieques er mögnuð en 2/3 eyjunnar er algjörlega óspillt landssvæði. Víða um eyjuna eru fallegar villur upp í hlíðunum með útsýni yfir karabíska hafið.

Ein slík villa er til sölu en hún heitir Casa Cielo eða Húsið í himninum. Húsið er í eins miklu næði og hugsast getur en aðeins einn ómerktur vegur liggur upp að hliði og þaðan er keyrt upp að húsinu. Lóðin er stór eða 2,5 hektari og útsýnið stórbrotið því húsið stendur hátt uppi í hlíð.

Húsið teiknaði arkitektinn Steve Mensch og um innanhússhönnun sá Jorge Rossello. Það er 1603 fermetrar en þar af eru 600 fermetrar sólpallar og verönd og yfirbyggðar svalir.

Í öllum fimm svefnherbergjunum eru sérbaðherbergi og útsýni í 180 gráður yfir karabíska hafið. Öll aðstaða í húsinu er eins og best verður á kosið. Eldhúsið er 150 fermetrar eitt og sér með öllum nýjustu eldhúsgræjum sem völ er á. Einnig er eldhús úti á verönd. Í vínkjallaranum er pláss fyrir 1000 flöskur. Og sundlaugarnar eru tvær og því geta íbúar valið um að synda annaðhvort í útilauginni eða í innilauginni.

Húsið kostar 942 milljónir króna og nánari upplýsingar og fleiri stórkostlegar myndir má sjá hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Púertó Rico