*

Tíska og hönnun 17. september 2013

Húsið sem hefur allt

Stórar stofur, útistofa, sundlaug og alltaf gott veður. Þetta er það sem er í boði í Palo Alto fyrir þá sem eru að leita sér að húsi.

Í Palo Alto rétt fyrir utan San Jose er ótrúlega fallegt hús til sölu. Það hefur allt sem almennileg villa þarf að hafa, gamlan og virðulegan stíl en um leið er öll tækni fyrsta flokks og þægindin í fyrirrúmi.

Í húsinu eru stórar stofur, fimm svefnherbergi og fimm baðherbergi. Húsið er passlega stórt eða 546 fermetrar svo enginn týnist en það er engu að síður nóg pláss.

Á lóðinni er falleg sundlaug og sérstaklega skemmtileg útistofa þar sem hægt er að hlýja sér við fallegan arineld eftir langan dag í sundi og sólbaði.

Fermetraverðið þarna í Palo Alto er ágætlega hátt en eignin kostar tæpa tvo milljarða króna. Nánari upplýsingar eru hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Palo Alto